Líf í borgarholtsskóla

Listnám

Listnám í Borgarholtsskóla er þriggja ára nám sem lýkur með stúdentsprófi. Nemendur í listnámi velja sér kjörsvið á sviði grafískrar hönnunar, kvikmyndagerðar eða leiklistar.

Námið hentar þeim vel sem hyggja á frekara nám í grafískri hönnun, kvikmyndagerð eða leiklist en veitir jafnframt góða almenna menntun þar sem áhersla er lögð á sjálfstæða og skapandi verkefnavinnu og nauðsynlega tæknikunnáttu. Auk verklegra áfanga stunda nemendur nám í fræðigreinum lista og menningar, kjarnagreinum bóknáms og íþróttum.

Listnám Borgarholtsskóla er vel búið tækjum, aðstaða góð og kennarar með sérhæft nám og starfsreynslu að baki. Nám í listnámi er lifandi, skemmtilegt og skapandi og opnar dyr að spennandi möguleikum að námi loknu.

Nám til stúdentsprófs á listnámsbrautum er 200 framhaldsskólaeiningar. Nemendur sem fengið hafa einkunnina B eða betri í kjarnagreinum (ensku, íslensku og stærðfræði) og dönsku við lok grunnskóla geta lokið náminu á þremur árum en þeir sem hafa fengið C eða C+ þurfa að bæta við sig sérstökum undirbúningsáföngum.

Óski nemandi af listnámsbraut eftir því að stunda nám í íþróttaakademíu samhliða sinni braut, er sótt um það í samráði við sviðsstjóra listnáms og verkefnisstjóra íþróttaakademíu. Einingar eru að mestu viðbót við einingafjölda viðkomandi brautar. Hins vegar geta þær nýst í stað íþróttaeininga eða í frjálst val.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um listnám í Borgarholtsskóla veitir Guðný María Jónsdóttir, sviðsstjóri listnáms.

Uppfært: 08/04/2024

Sjá fréttir um Listnám