Líf í borgarholtsskóla

07/12/2023 | Ritstjórn

Viðurkenningar í smásagnakeppni FEKÍ

Verðlaunahafar ásamt enskukennurum (á myndina vantar Birnu Margréti)

Verðlaunahafar ásamt enskukennurum (á myndina vantar Birnu Margréti)

Miðvikudaginn 6. desember tóku fimm nemendur skólans við viðurkenningu fyrir bestu smásögurnar í undankeppni Borgarholtsskóla fyrir smásagnakeppni FEKÍ, Félags enskukennara á Íslandi.

Enskukennarar Borgarholtsskóla voru í dómnefndinni og að þeirra mati skiluðu eftirfarandi nemendur inn bestu sögunum: Elísabet Heiða Harðardóttir (3. ár á viðskiptabraut), Daniela Galaszewska (2. ár í grafískri hönnun), Birna Margrét Guðjónsdóttir (3. ár í grafískri hönnun), Hugrún Vigdís Viktor Hákonar (3. ár í grafískri hönnun) og Íris Þöll Hróbjartsdóttir (3. ár í kvikmyndagerð). Vert er að rifja upp að Íris Þöll Hróbjartsdóttir vann keppnina á landsvísu árið 2022 og skaut þar með öðrum keppendum úr framhaldsskólum landsins ref fyrir rass.

Það verður spennandi að sjá hvernig Borgarholtsskóla gengur í keppninni í ár en nemendur úr Borgó hafa nánast alltaf verið í einhverjum af þremur efstu sætunum í landskeppninni og farið af því tilefni á Bessastaði til þess að taka við verðlaunum úr hendi Elizu Reid forsetafrúar.

Þessum flottu og hæfileikaríku nemendum er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur og þeim óskað góðs gengis í lokakeppninni.