Líf í borgarholtsskóla

08/05/2023 | Ritstjórn

Sýning lokaverkefna í kvikmyndagerð

Kátir nemendur fyrir utan Bíó Paradís

Kátir nemendur fyrir utan Bíó Paradís

Laugardaginn 6. maí fór fram sýning á lokaverkefnum nemenda í kvikmyndagerð í Bíó Paradís. Þar sýndu nemendur á kvikmyndakjörsviði stuttmyndir sem þau hafa unnið að á önninni undir stjórn Þiðriks Christians Emilssonar, Þorgeirs Guðmundssonar, Hákons Más Oddsonar og Curvers Thoroddsen, kennara í kvikmyndagerð.

Eftirfarandi myndir voru sýndar:
Afi eftir Ignacio Gabriel G. Guðjónsson
Að mála fyrir mann 
eftir Óskar Nikulás Sveinbjarnarson
Hún eftir Andra Jón Egilsson
The Activist eftir Sayed Wahab Hashimi
Blóðug örlög eftir Gunnar Má Björgvinsson
Hinn smurði eftir Gabríel Má Geirsson
Hel eftir Odd Auðunsson
Óminni eftir Aron Daða Arnkelsson
Kertaljós eftir Adriönnu Musial
Móðir móðir eftir Jun Gunnar Lee Egilsson
Breiðholtið eftir Magnús Sigurð Jónsson
Íbúð 302 eftir Adam Emil Ríkarðsson

Mikil ánægja var með sýninguna og nemendum er óskað til hamingju með frábær lokaverkefni.