16/11/2022 | Ritstjórn
Samhristingur félagsvirkni- og uppeldissviðs og sérnámsbrautar

Nemendur á félagsvirkni- og uppeldissviði eyddu tveimur kennslustundum síðastliðinn mánudag með nemendum sérnámsbrautar.
Nemendur í áfanganum FÉV2A05 kynntu sig fyrir nemendum sérnámsbrautar og fengu að vera í kennslustund með þeim. Nemendurnir fylgdust með kennslu, aðstoðuðu nemendur sérnámsbrautar við námið og fengu tíma til að spjalla og kynnast nemendum brautarinnar. Í seinni tímanum voru nemendur félagsvirkni- og uppeldissviðs búnir að skipuleggja uppbrot. Annars vegar spiluðu þau bingó og hins vegar fléttuðu þau vinabönd.
Þetta heppnaðist afskaplega vel og áttu bæði nemendur félagsvirkni- og uppeldissviðs og sérnámsbrautar góða stund saman.
Myndagallerí
