18/11/2022 | Ritstjórn
Pop-up markaður til styrktar Kvennaathvarfinu

Nemendur á þriðja ári í listnámi í áfanganum skapandi hugmyndavinna héldu pop-up markað í hádeginu í matsalnum. Allur ágóði af markaðinum rennur til kvennaathvarfsins til að kaupa spjaldtölvur fyrir börn sem dvelja þar.
Áfanginn er byggður þannig upp að nemendur vinna eftir Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna. Þetta tiltekna verkefni tengist markmiðinu Ábyrg neysla og framleiðsla. Nemendur voru til að mynda að búa til poka úr endurunnum textíl, selja kökur og kakó, selja jólavarning og margt fleira.
Markaðurinn tókst ótrúlega vel og voru nemendur mjög metnaðarfullir í verkefnum sínum.
Myndagallerí





