Líf í borgarholtsskóla

30/11/2022 | Ritstjórn

Nemendur heimsækja Pipar/TBWA

Nemendur á þriðja ári á listnámsbraut heimsóttu hönnunarstofuna Pipar/TBWA í síðustu viku. Pipar/TBWA er auglýsingastofa sem vinnur við birtingar á öllum hugsanlegum miðlum. Stofan er einnig framarlega á sviði stafrænnar markaðssetningar og hafa þau unnið mörg verðlaun á því sviði.

Nemendur fengu innsýn inn í störf hönnuða á stofunni og það veitti þeim innblástur að upplifa andrúmsloft vinnustaðarins.

Ferðin gekk mjög vel og nemendum fannst mjög áhugavert og spennandi að sjá hvernig starf grafískra hönnuða er í raun.

small_image