22/11/2022 | Ritstjórn
Nemendur á listnámsbraut í bíó

Nemendur á listnámsbraut fóru saman í bíó á dögunum í Bíó Paradís og sáu Gaukshreiðrið. Fyrir myndina var fræðisla um myndina og eftir að myndin hafði verið sýnd voru umræður. Nemendur höfðu virkilega gaman að sýningunni og gæddu sér á poppi og gosi á meðan.
Bíóferðin var hluti af verkefni í áfanga um listir og menningu sem Guðbjörg Hilmarsdóttir og Helga Kristrún Hjálmarsdóttir kenna. Einnig voru með í för nemendur úr skapandi námi sem Helga Kristrún kennir.
Bíóferðin tókst með eindæmum vel og er Bíó Paradís þakkað kærlega fyrir hlýlegar móttökur.
Myndagallerí

