Líf í borgarholtsskóla

15/12/2023 | Ritstjórn

Landsliðsstyrkur afhentur

Styrkþegar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, verkefnastjóra afreksíþróttasviðs.

Styrkþegar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, verkefnastjóra afreksíþróttasviðs.

Föstudaginn 15. desember var afhentur landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla. Sjö nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á haustönn 2023.

Styrkhafar eru:
Auður Bergrún Snorradóttir hlaut styrk fyrir þátttöku sína í landsliðsverkefnum í golfi en hún fór á European Young Master 16 ára og yngri í Slóvakíu .
Mikael Máni Ísaksson Guðmann hlaut styrk fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum í júdó en hann fór á HM unglinga.
Elísa Dís Sigfinnsdóttir hlaut styrk fyrir þátttöku sinni með U18 landsliðinu í íshokkí á 4 nations móti.
Stefán Magni Hjartarsson hlaut styrk fyrir þátttöku sína með U17 landsliðinu á EM í handbolta í Gautaborg
Stefanía Tera Hansen hlaut styrk fyrir þátttöku sína á Evrópumóti og Norðurlandamóti í körfubolta.
Bergdís Anna Magnúsdóttir hlaut styrk fyrir þátttöku sína á Evrópumóti og Norðurlandamóti í körfubolta.
Stefán Fannar Hallgrímsson hlaut styrk fyrir þátttöku sína í undankeppni ADCC Trials í Jiu-jitsu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur en þar eru styrkþegar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, verkefnastjóra afreksíþróttasviðs. Á myndina vantar Elísu Dís og Mikael Mána.

Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn.