Líf í borgarholtsskóla

07/06/2023 | Ritstjórn

Landsliðsstyrkur afhentur

Styrkhafar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, deildarstjóra afrekssviðs.

Styrkhafar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, deildarstjóra afrekssviðs.

Föstudaginn 26. maí var afhentur landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla. Fjórir nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á vorönn 2023.

Styrkhafar eru:
Auður Bergrún Snorradóttir hlaut styrk fyrir æfingaferð með landsliðinu í golfi á Spáni í janúar.
Skarphéðinn Hjaltason hlaut styrk fyrir æfingabúðir með landsliðinu í júdó í Tékklandi í mars og Norðurlandamót í fullorðinsflokki og U-21 í Noregi í maí.
Elísa Dís Sigfinnsdóttir hlaut styrk fyrir HM kvenna í íshokkí í Mexíkó.
Gunnlaugur Þorsteinsson hlaut styrk fyrir HM karla í íshokkí á Spáni.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur en Auður Bergrún gat því miður ekki verið viðstödd.

Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn.