15/01/2026 | Ritstjórn
Góð gjöf

Ellert Danelíusson og Jens Karl Ísfjörð kampakátir með gjöfina ásamt Jónmundi Þór Eiríkssyni frá Marel
Skólanum barst nýverið gjöf frá fyrirtækinu Marel. Um er að ræða öfluga vog sem gengur undir heitinu Skjaldbakan. Vogin er þarfaþing fyrir nemendur og kennara í verknámi. Í iðnreikningi sem þar er kenndur eru nemendur m.a. að mæla, reikna út og vinna með eðlismassa ólíkra málma. Einnig eru nemendur að skoða þyngdarkraft mismunandi hluta og skoða í hvaða samhengi rúmmál og þyngd virkar þegar uppdrif er skoðað. Í samhengi við jeppabreytingar nota nemendur síðan þessa fræðilegu sem og verklegu þekkingu sína.
Til að mælingar verði sem bestar þurfa nemendur góð mælitæki enda hefur lengi verið beðið eftir vog af þessu tagi. Skólinn þakkar Jónmundi Þór Eiríkssyni hjá Marel kærlega fyrir þessa nákvæmu og flottu vog.


