Líf í borgarholtsskóla

01/09/2023 | Ritstjórn

Gjöf frá Rupes

Marín Björk, sviðsstjóri, Birgir Örn, kennari, Ólafur Gunnar, deildarstjóri og Bjarni Hannes, kennari.

Marín Björk, sviðsstjóri, Birgir Örn, kennari, Ólafur Gunnar, deildarstjóri og Bjarni Hannes, kennari.

Bíltæknibrautir í Borgarholtsskóla fengu á dögunum vegleg gjöf frá Rupes. Gjöfin var tvær mössunarvélar sem munu nýtast vel í kennslu í bílamálun. Bjarni Hannes Kristjánsson, stundakennari í bílamálun og starfsmaður hjá Málningarvörum ehf., afhenti Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra iðn- og starfsnáms og Ólafi Gunnari Péturssyni deildarstjóra bíltæknibrauta vélarnar.

Rupes er þakkað kærlega fyrir gjöfina.