Líf í borgarholtsskóla

12/12/2023 | Ritstjórn

Gjöf frá Orku ehf.

Andri Guðmundsson, sölumaður Orku ehf. og Sæmundur Hreinn, innkaupastjóri fyrirtækisins afhentu Sigurjóni Arnarsyni kennara Borgarholtsskóla gjöfina.

Andri Guðmundsson, sölumaður Orku ehf. og Sæmundur Hreinn, innkaupastjóri fyrirtækisins afhentu Sigurjóni Arnarsyni kennara Borgarholtsskóla gjöfina.

Bíltæknibrautum Borgarholtsskóla barst á dögunum vegleg gjöf frá Orka ehf.
Fyrirtækið færði skólanum Sata sprautukönnur fyrir lakk og grunnefni. Einnig fékk skólinn aukahluti fyrir sprautukönnurnar en í heildina var gjöfin að andvirði um 700.000 kr. Orka ehf. selur Sata vörur sem eru leiðandi á markaði fyrir helstu verkfæri og tól til bílamálunar.

Gjöfin mun nýtast vel við kennslu í bílamálun og er Orku ehf. þakkað kærlega fyrir.