Líf í borgarholtsskóla

19/03/2024 | Ritstjórn

Fyrsta sæti á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

Ísak Magnússon og Óliver Tumi Auðunsson taka við verðlaunum

Ísak Magnússon og Óliver Tumi Auðunsson taka við verðlaunum

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fór fram um síðustu helgi og varð nemandi frá Borgó hlutskarpastur í keppninni. Óliver Tumi Auðunsson, nemandi í kvikmyndagerð, fékk fyrstu verðlaun fyrir myndina Guðni. Nemendur Borgarholtsskóla hafa verið áberandi í keppninni frá upphafi en kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fagnaði 10 ára afmæli um helgina. Reynir Snær Skarphéðinsson nemandi í kvikmyndagerð fékk einnig verðlaun sem og Jun Gunnar Lee Egilsson sem er fyrrum nemandi Borgarholtsskóla.

Óliver Tuma og öðrum verðlaunahöfum er óskað innilega til hamingju með sigurinn.

Verðlaunahafar KHF árið 2024 voru:

Besta Stuttmynd – „Guðni“. Leikstjóri: Óliver Tumi Auðunsson

Besta Handrit – „Guðni“, eftir Óliver Tuma Auðunsson

Besta Myndataka – Jun Gunnar Lee Egilsson og Reynir Snær Skarphéðinsson fyrir myndatöku í „Að elta kanínu“

Besta Tæknilega útfærsla – „Að elta kanínu“. Leikstjóri: Jun Gunnar Lee Egilsson

Besti leikur – Salka Björnsdóttir fyrir leik sinn í Kjallarinn

Hildarverðlaunin fyrir bestu tónlist – Árni Björn Þórisson fyrir tónlistina í „Að elta kanínu“

Áhorfendaverðlaun Laugardags – „Hamskipti“. Leikstjóri: Patrekur Thor

Áhorfendaverðlaun Sunnudagur – „Fína lífið“. Leikstjórar: Axel Sturla Grétarsson og Haukur Már Birgisson