27/01/2023 | Ritstjórn
Ferð til Kukl

Nemendur á þriðja ári kvikmyndakjörsviðs fóru ásamt Þorgeiri Guðmundssyni, kennara í kvikmyndagerð, í heimsókn til Kukl í Gufunesi. Kukl er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tækjaleigu til framleiðslufyrirtækja við framleiðslu á sjónvarpsþáttum, bíómyndum og ljósmyndun. Finnur Jóhannsson tók á móti hópnum og sýndi þeim nýjustu græjur og tæki auk þess að fræða nemendur um þau verkefni sem Kukl vinnur að.
Heimsóknin tókst vel til og nemendur skemmtu sér vel. Kukl er þakkað kærlega fyrir viðtökurnar.

