Markþjálfun
Hvað er markþjálfun?
Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná árangri
Markþjálfun hjálpar fólki að fá skýrari framtíðarsýn
Markþjálfun opnar augu fólks fyrir því hvernig það getur nýtt styrkleika sína
Markþjálfun er samræðuferli þar sem markþegi getur séð nýjar lausnir og nýtækifæri
Markþjálfun snýst um að horfa á nútíð og framtíð
Hvað er markþjálfun ekki?
Markþjálfun snýst ekki um að gefa ráð
Markþjálfi tekur ekki afstöðu eða myndar sér skoðun á því sem er rætt
Markþjálfi er ekki að horfa til fortíðar
Markþjálfi er ekki ráðgjafi eða kennari
Mikilvægt að hafa í huga fyrir fyrsta samtal
Hvert viðtal er um 50 mínútur
Þú ákveður umræðuefni tímans svo það getur verið gott að hugsa út í það hvað það er sem þú vilt ræða
Markþjálfun er trúnaðarsamtal
Hægt er að panta tíma í markþjálfun hjá Söndru Hlín, náms- og starfsráðgjafa og markþjálfa.
Uppfært: 09/08/2024