Líf í borgarholtsskóla

Bókasafn

Almennar upplýsingar
Netfang: bokasafn@borgo.is
Sími: 535 1715

Safnið er á 3. hæð stjórnunarálmu.

Opnunartími
Á starfstíma skólans:
Mánudaga til fimmtudaga klukkan 8:00-16:00.
Föstudaga klukkan 8:00-13:30.

Starfsfólk
Ása Þorkelsdóttir safnstýra

Hlutverk og þjónusta

Skólasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Starfsemi þess styður nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum.

Starfsfólk aðstoðar nemendur við upplýsingaleit, heimildaskráningu og heimildanotkun.

Safnið er búið bókum, tímaritum, kortum, gögnum á tölvutæku formi, myndefni og hljóðritum sem tengjast kennslugreinum skólans. Einnig er boðið upp á efni sem hvetur nemendur til bókmenntalesturs og stöðugrar þekkingarleitar í leik og starfi.

 

Vinnuaðstaða

Á safninu er góð vinnuaðstaða  þar sem nemendur geta undirbúið sig fyrir kennslustundir, unnið að verkefnum og ritgerðum eða nýtt safngögnin á annan hátt.

Útlán og skil

  • Öll gögn sem farið er með út af safninu þarf að skrá í útlán.
  • Lánstími almennra bóka er tvær vikur.
  • Kennslubækur og handbækur er aðeins hægt að fá að láni í kennslustund, yfir nótt eða helgi.
  • Mynddiskar eru til útláns í tvo daga.
  • Tímarit eru ekki lánuð út.
  • Útlán eru ókeypis en lánþegi ber ábyrgð á því sem hann hefur að láni.
  • Sýnið tillitssemi og skilið á réttum tíma á bókasafnið.

Uppfært: 09/03/2023