Líf í borgarholtsskóla

Framhaldsskólabraut

Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að undirbúa nemandann undir nám á starfs-, verk- eða bóknám á framhaldsskólastigi og efla hæfni hans sem þátttakanda í nútíma lýðræðissamfélagi. Námið er ætlað þeim nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með þeim árangri sem krafist er við inntöku á aðrar brautir framhaldsskólans. Námið er allt að 90 einingar og eru námslok á 1. hæfniþrepi.

Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda færist yfir á aðrar námsbrautir eftir um tveggja anna nám. Því er lögð áhersla á að undirbúa hvern og einn undir það nám sem viðkomandi hyggst stunda. Fyrir þá sem eru óákveðnir um náms- og starfsval er lögð áhersla á markvissa náms- og starfsráðgjöf. Nemendum sem ekki hafa uppfyllt inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir framhaldskólans við lok fyrsta námsárs gefst kostur á að velja áfanga af öðrum námsbrautum (frjálst val) að því gefnu að skilyrði um undanfara séu uppfyllt.

Á brautinni er öflugt umsjónarkerfi þar sem nemendur fá aðhald og stuðning og áhersla er á samráð og samskipti við foreldra og forráðamenn nemenda. Til þess að auðvelda yfirfærslu nemandans frá grunnskóla í framhaldsskóla og skapa ákjósanlegt námsumhverfi er nemendum skipt í bekki á fyrsta námsári.

Nánari upplýsingar um sérnámsbraut í Borgarholtsskóla veitir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undibúnings- og sérnámsbrautar

Kjarni

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
EnskaENS1U05 ENS1A0510
ÍslenskaÍSL1U05 ÍSL1A0510
StærðfræðiSTÆ1U05 STÆ1A0510
LífsleikniLKN1A05 LKN1B0510
Líkams- og heilsuræktLÍL1A01 LÍL1B012

Bundið pakkaval

Undirbúningsnám FSB1 – listnámslína

Nemendur taka tvo áfanga af þremur

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
SjónlistSJL1A0510
LeiklistLEI1A05
KvikmyndagerðKVI2A05

Undirbúningsnám FSB1 – bóknám

 

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
FélagsfræðiFÉL1A05
DanskaDAN1A05

Undirbúningsnám FSB1 – verknám

Nemendur taka tvo áfanga af þremur

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
HlífðargassuðaMAG2A05 TIG2A05
PlötuvinnaPLV1A055

FSB2 - Kjörsvið - bóknámsáhersla

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
EnskaENS2A055
ÍslenskaÍSL2A055
DanskaDAN1A055
FélagsfræðiFÉL1A055

FSB2 - Kjörsvið - listnámsáhersla

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
ÍslenskaÍSL2A05
SjónlistirSJL1A05
LeiklistLEI1A05

FSB2 - Kjörsvið - verknámsáhersla

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Einingar
EnskaENS2A05
HlífðargassuðaMAG2A05
PlötuvinnaPLV1A05

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um framhaldsskólabraut í Borgarholtsskóla veitir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undibúnings- og sérnámsbrautar.

Uppfært: 01/03/2023