
Rennismíði
Markmið náms í rennismíði er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem rennismiðir inna af hendi, þ.e. smíði íhluta af öllu tagi úr málmum og plastefnum, bæði fjölda- og raðframleiðslu og smíði einstakra íhluta til viðhalds og viðgerða. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa við rennismíði og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Nánari upplýsingar um nám í rennismíði.
Uppfært: 23/02/2023