Líf í borgarholtsskóla

Heilsu- og lífsstílsbraut

Heilsu- og lífsstílsbraut hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á íþróttum og heilsu og hafa í gegnum tíðina stundað hreyfingu sér til ánægju og heilsubótar. Nemendum gefst kostur á að auka hæfni sína og þekkingu á sviðinu ásamt því að hljóta góða og gagnlega almenna menntun til stúdentsprófs. Almennur kjarni er 99 einingar, þriðja mál (val um þýsku eða frönsku) 20 einingar og sérgreinar brautarinnar 86 einingar, alls 205 einingar. Sérgreinarnar í kjarna og kjörsviði samanstanda af fjölbreyttum fögum svo sem íþróttafræði, þjálffræði, íþróttasálfræði, líffæra- og lífeðlisfræði og næringarfræði. Í sérstökum HHH áföngum – Heilsa, hreyfing og hreysti – er blandað saman verklegum æfingum og faglegri umfjöllun um heilsu- og lífsstílstengd efni.

Almenn inntökuskilyrði á bóknámsbrautir til stúdentsprófs gilda fyrir nýju brautina. Hér má finna upplýsingar um inntökuskilyrðin.

Brautin er kjörin fyrir þá sem hafa hug á að stunda nám í heilsutengdum greinum, heilbrigðisgreinum, félagsgreinum og raungreinum og veitir það ákjósanlegan undirbúning fyrir tengd störf, svo sem við læknisfræði, hjúkrun, íþróttaþjálfun, kennslu og ráðgjöf. Nemendur geta í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans lagað kjörsviðsval sitt að inntökuskilyrðum þeirrar námsleiðar sem þau vilja feta í áframhaldandi námi.

Grunnur (99 einingar)

*Nemendur sem ætla að taka STÆ3A05 og hærri áfanga þurfa að velja STÆ2B05. Þau sem ætla að taka STÆ3D05 (tölfræði 2) velja STÆ2C05.

Kjarni heilsu- og lífsstílsbrautar

Uppfært: 05/04/2024