Líf í borgarholtsskóla

09/05/2023 | Ritstjórn

Verðlaun í rennismíði

Hákon Vignir ásamt Forseta Íslands, meistara sínum og fulltrúa Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (Mynd frá IMFR)

Hákon Vignir ásamt Forseta Íslands, meistara sínum og fulltrúa Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (Mynd frá IMFR)

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fór fram í febrúar síðastliðnum. Þar eru veitt silfur- og bronsverðlaun til nema sem þykja hafa skarað fram úr í sveinsprófi sínu. Nýsveinum, meisturum þeirra, fjölskyldu og vinum er boðið á hátíðina. Forseti Íslands, sem er jafnframt verndari hátíðarinnar, veitti 26 nýsveinum  silfur- og bronsverðlaun. Var nýsveinum afhent viðurkenningarskjöl auk verðlaunapeninga og gjafa frá félaginu.

Einn nemandi frá Borgarholtsskóla hlaut verðlaun á hátíðinni. Það var Hákon Vignir Smárason sem fékk silfurverðlaun fyrir árangur í rennismíði. Hákoni er óskað kærlega til hamingju með verðlaunin.

Meðfylgjandi mynd er tekin við þetta tilefni og er fengin frá IMFR.