Líf í borgarholtsskóla

21/09/2023 | Ritstjórn

Vatnsvirkinn gefur ofna og búnað fyrir hitakerfi

Ársæll og Guðni Valberg handsala samninginn

Ársæll og Guðni Valberg handsala samninginn

Enn ein gjöfin hefur borist pípulagnadeild skólans. Vatnsvirkinn ehf. hefur fært deildinni að gjöf ofna, lokahús, hitastilla, stillité og ýmsan tæknibúnað fyrir gólfhitakerfi. Mun gjöfin nýtast nemendum afar vel í ýmsum áföngum. Jafnframt hefur fyrirtækið boðist til að gefa skólanum ýmsan búnað sem notaður er við lagningu neysluvatnskerfa.

Það voru þeir Guðni Valberg Baldursson, framkvæmdastjóri og Guðlaugur Garðar Lárusson, sölumaður sem afhentu gjöfina, en Ársæll Guðmundsson, skólameistari og Skarphéðinn Skarphéðinsson, deildarstjóri veittu henni viðtöku fyrir hönd skólans. Í þakkarræðu sinni nefndi Ársæll að sú samvinna sem komist hefði á milli skólans og atvinnulífsins á sviði pípulagna væri afar mikilvæg fyrir greinina og óskaði þess að slík samvinna næðist á fleiri sviðum.

Að afhendingunni lokinni var efnt til snittuveislu þar sem viðstaddir nutu veitinga og spjalls á léttum nótum.