Líf í borgarholtsskóla

08/05/2023 | Ritstjórn

Úrslit Ungra Frumkvöðla

Plastcase hópurinn

Plastcase hópurinn

Á dögunum fór fram lokahóf og úrslit Ungra Frumkvöðla. Tveir hópar frá Borgarholtsskóla komust í úrslit en það voru Dúma sem framleiddu legghlífar úr korki og Plastcase sem endurnýtt heybaggaplast í símahulstur.  Báðir hópar voru til fyrirmyndar og voru 2 af 30 liðum sem komust áfram en 700 nemendur úr 15 framhaldsskólum taka þátt. Í efstu þremur sætunum urðu lið frá Verzlunarskóla Íslands. Plastcase hlaut verðlaun fyrir umhverfisvænustu lausnina.

Dúma og Plastcase hópunum er óskað innilega til hamingju með árangurinn og Plastcase sérstaklega fyrir umhverfisvænustu lausnina.