02/10/2025 | Ritstjórn
Þingmenn í heimsókn

Þingmenn í heimsókn í bílaskálanum ásamt starfsfólki skólans
Þriðjudaginn 1. október komu þingmenn að heimsækja Borgarholtsskóla. Á ferðinni voru Guðlaugur Þór Þórðarson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Sigurður Örn Hilmarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.
Þingmennirnir áttu samræður við nemendur og starfsfólks auk þess sem þau fengu skoðunarferð um skólann.
Þeim er þakkað kærlega fyrir innlitið.