Líf í borgarholtsskóla

06/03/2023 | Ritstjórn

Suðuæfingar í pípulögnum

Nemendur í pípulögnum sitja nú lotu í  logsuðu (LSU1A05). Þau fengu það verkefni að hanna lampa úr 15 mm eirrörum og skeyta þeim saman með ólíku suðuefni.

Nemendur notuðu fjögur mismunandi efni til að setja saman eirrör við eirrör og eirrör við stál. Plasmaskurðarvél var einnig notuð við verkefnið. Efnin sem notuð voru eru silfur, kopar, eirslaglóð og tin.

Á myndunum má sjá þær frumlegu leiðir sem nemendur völdu til að leysa verkefnið.