Líf í borgarholtsskóla

08/03/2024 | Ritstjórn

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Ársæll býður fólk velkomið

Ársæll býður fólk velkomið

Þriðjudaginn 5. mars fór fram verðlaunaafhending vegna Stærðfræðikeppni grunnskólanna sem fór fram í Borgarholtsskóla. Þar öttu kappi nemendur í efstu bekkjum grunnskóla (8.-10.). Keppnin fór fram 27. febrúar en 114 nemendur úr átta skólum tóku þátt. Af þessum nemendum voru 40 í 10. bekk, 35 í 9. bekk og 39 í 8. bekk. Íris Elfa Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Borgarholtsskóla, hafði umsjón með keppninni í ár líkt og undanfarin ár.

Nemendum sem lentu í 10 efstu sætunum í hverjum bekk var boðið á verðlaunaafhendingu í Borgarholtsskóla ásamt kennurum og forráðafólki. Fengu allir nemendur gjafabréf á Hamborgarabúllu Tómasar auk þess sem nemendur í þriðja sæti fengu brúsa frá Borgarholtsskóla, nemendur í öðru sæti reiknivélar frá Heimilistækjum og nemendur í fyrstu sætunum fengu heyrnatól frá Opnum kerfum.

Nemendur í þremur efstu sætum:

10. bekkur
1. Sara María Ingólfsdóttir Lágafellsskóla
2. Egill Aðalgeir Bjarnason Ingunnarskóla
3. Snædís Jökulsdóttir Árbæjarskóla

9. bekkur
1. Einar Helgi Dóruson Árbæjarskóla
2. Styrmir Tryggvason Árbæjarskóla
3. Sigurður Orri Óskarsson Lágafellsskóla

8. bekkur
1. Steinar Kári Jónsson Kvíslarskóla
2. Elísabet Jóna Runólfsdóttir Seljaskóla
3. Sigurþór Örn Gunnarsson Ingunnarskóla

Nemendum er óskað innilega til hamingju með árangurinn og Írisi Elfu og nemendum hennar þakkað sérstaklega fyrir sína vinnu við keppnina.