Líf í borgarholtsskóla

01/12/2022 | Ritstjórn

Smásagnakeppni FEKÍ

Miðvikudaginn 1. desember veitti enskudeildin fimm nemendum viðurkenningu fyrir smásögur skrifaðar á ensku sem þeir sendu inn í undankeppni Smásagnasamkeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða enda þátttaka betri en nokkru sinni fyrr. Fjölmargar smásögur bárust í keppnina og margar þeirra voru mjög vel skrifaðar, bæði hvað málfar og efnistök varðar. Þema keppninnar í ár var Power.

Þessir nemendur urðu hlutskarpastir í keppninni:

  • Óliver Tumi Auðunsson með söguna „Do You Dare to Hear the Silence?“
  • Hugrún Vigdís Viktor Hákonar með söguna „A Game He Likes to Play“
  • Daniela Galaszewska með sögurnar „Endless Power“ og „Heaven City Robots“
  • Niels Salómon Ágústsson Hansen með söguna „War Stories“
  • Sayed Wahab Hashimi með söguna „An Activist“

Verðlaunahafarnir fengu allir smásagnasafnið The Best Short Stories 2022: The O. Henry Prize Winners, viðurkenningarskjal og konfekt frá Gæðagötu (e. Quality Street). Kennarar enskudeildar Borgarholtsskóla vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári.