Líf í borgarholtsskóla

08/02/2024 | Ritstjórn

Skóhlífadagar 2024

Nemendur í vélsleðaferð

Nemendur í vélsleðaferð

Dagana 7. og 8. febrúar 2024 voru skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Skóhlífadagar eru þemadagar skólans og eru þeir haldnir á vorönn. Skóhlífadagarnir draga nafn sitt af því að á fyrstu árum skólans voru allir nemendur í bláum skóhlífum og setti það sterkan svip á ganga skólans.

Á skóhlífadögum er hefðbundin kennsla lögð niður en í stað hennar er boðið upp á fjölbreytt námskeið. Hver nemandi velur sér þrjú námskeið en mörg spennandi námskeið voru í boði venju samkvæmt.
Til að mynda var boðið upp á vélsleðaferð, skák, púsluspilakeppni, sushigerð, perlað fyrir Kraft, skreytingar í matsalnum fyrir Glæsiballið, japönsku, morðmisteríu, glee klúbb, skauta, spinning, matreiðslunámskeið með Eurovision þema, heimsókn til enska boltans hjá Sjónvarpi Símans og Magic the gathering. Auk þess var farið í heimsóknir á Þjóðminjasafnið og Listaháskóla Íslands.

Skóhlífadagar eru kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Þeim lýkur svo með Glæsiballinu, árshátíð nemenda, að kvöldi fimmtudagsins 8. febrúar.