Líf í borgarholtsskóla

05/12/2025 | Ritstjórn

Sigurvegarar ensku smásagnakeppninnar 2025

Sigurvegararnir ásamt enskukennurum skólans

Sigurvegararnir ásamt enskukennurum skólans

Úrslit í smásagnasamkeppninni enskudeildar voru kunngjörð í gær á sal skólans. Kennarar deildarinnar veittu höfundum bestu smásagnanna viðurkenningu í formi konfekts og klassískra bóka. Hlutskörpust í keppninni voru þau Hermann Ingi Sigurþórsson á listnámsbraut – kjörsvið í grafískri hönnun, Hafþór Fannarsson á félags- og hugvísindabraut og Joyceline Banya á viðskipta- og frumkvöðlabraut. Sögurnar verða allar sendar áfram í úrslitakeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi) og það verður spennandi að sjá hvort að nemandi frá Borgó komist á pall enn eina ferðina. Sérstaka athygli vekur að þessir frábæru rithöfundar eru allir nýnemar  þannig að framtíðin er björt!