Líf í borgarholtsskóla

22/11/2023 | Ritstjórn

Sandkassagrafa í handavinnu málmiðna

Nemendur við vinnu

Nemendur við vinnu

Nemendur í handavinnu málmiðna (HVM3A05) eru af ýmsum brautum málm- og véltæknisviðs skólans. Eitt af verkefnum þeirra í áfanganum er að smíða sandkassagröfu sem margir eiga æskuminningar af úr sandkössum leikskólanna.

Grafan er smíðuð úr ryðfríu stáli og undirstaðan er úr svörtu járni. Í þessu verkefni fengu nemendur tækifæri til að þjálfa ýmiss konar hæfni, svo sem í uppmerkingu, sögun, borun, rennismíði, skurði með slípirokk og TIG-suðu svo eitthvað sé nefnt. Þetta var fyrsti hópurinn sem spreytir sig á þessu verkefni en nemendur voru mjög sáttir við þá fjölbreyttu þjálfun sem af verkefninu hlaust.