Líf í borgarholtsskóla

19/03/2024 | Ritstjórn

Samfélagslöggur í heimsókn

Samfélagslöggur í heimsókn

Samfélagslöggur í heimsókn

Þriðjudaginn 19. mars komu Samfélagslöggur í heimsókn í Borgarholtsskóla. Þau ræddu við nemendur um allt milli himins og jarðar, útskýrðu verkefni og störf lögreglunnar ásamt því að svara spurningum nemenda. Markmið lögreglunnar með Samfélagslöggum er að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl lögreglunnar við ungt fólk.

Samfélagslöggur komu mjög vel fyrir og áttu gott spjall við nemendur skólans. Þeim er þakkað kærlega fyrir komuna í skólann.