Líf í borgarholtsskóla

22/03/2023 | Ritstjórn

Opið hús

Þriðjudaginn 21. mars var opið hús í Borgarholtsskóla þar sem starfsfólk og nemendur kynntu hið fjölbreytta nám sem í boði er í skólanum, félagslíf hans og skólabrag. Var nemendum sem útskrifast úr grunnskóla í vor sérstaklega boðið ásamt forráðafólki sínu.

Nemendur skólans fylgdu gestum í hópum um skólahúsnæðið þar sem aðstaðan var sýnd og fjölmörgum spurningum svarað. Gestir komu víða við og fengu tækifæri til að ræða við nemendur og kennara um nám og kennslu á hinum ýmsu brautum skólans.

Nemendur og forráðafólk staldraði einnig við í matsalnum þar sem kennarar, fagstjórar og nemendur voru til taks til að ræða hvað eina sem tengist námi við skólann. Kór Borgarholtsskóla söng einnig fyrir gesti í matsalnum.

Fjölmargir lögðu leið sína í skólann og er óhætt að segja að skólahúsnæðið hafi iðaði af lífi.