Líf í borgarholtsskóla

18/09/2023 | Ritstjórn

Nýnemavika

Nemendur á nýnemakvöldi

Nemendur á nýnemakvöldi

Síðasta vika var nýnemavika í Borgarholtsskóla en hún hófst með því að nemendafélagið seldi snúða og mjólk í hádeginu á mánudag. Á mánudagskvöld var nýnemakvöld þar sem gefnar voru pizzur, farið var í hópleiki og nemendafélagið kynnti nefndir og ráð. Á þriðjudag var íþróttadagur en keppt var í borðtennis, foosball og körfubolta.
Á miðvikudag voru grillaðar pylsur í hádeginu og reistur hoppukastali á skólalóðinni fyrir nemendur. Á miðvikudagkvöld var svo nýnemaball í Gamla bíó um kvöldið og var það í samvinnu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Það fór allt vel fram og nemendur skemmtu sér konunglega. Nýnemavikan endaði svo á náttafatadegi á föstudegi.

Í vikunni fara fram nýnemaviðtöl þar sem nýnemar verða teknir inn í nefndir nemendafélagsins.