Líf í borgarholtsskóla

21/08/2023 | Ritstjórn

Nýnemadagur

Axarkast á nýnemadegi

Axarkast á nýnemadegi

Föstudaginn 18. ágúst var nýnemadagur. Þá mættu nýnemar í skólann, fengu kynningu á þjónustu sem er í boði í skólanum en auk þess hittu þau umsjónarkennara sína. Eftir það var þeim boðið upp á grillaðar pylsur en þaðan var haldið í Skemmtigarðinn í Gufunesi. Þetta er í annað skipti sem haldinn er sérstakur nýnemadagur en það hefur mælst mjög vel fyrir.

Dagurinn gekk vel í alla staði og þótti nýnemum gott að fá að kynnast innbyrðis áður en kennsla hófst.