06/10/2025 | Ritstjórn
Nemendur á RIFF

Nemendur stjórna útsendingu
Nemendur í kvikmyndagerð hafa staðið í ströngu á RIFF (Reykjavík International Film Festival). Þau hafa unnið hörðum höndum ásamt kennurum sínum við að streyma viðburðum á hátíðinni. Hafa þau streymt námskeiðum, pallborðsumræðum, kynningum á verkum í vinnslu ásamt því að fanga stemmingu hátíðarinnar. Borgarholtsskóli hefur verið í góðu samstarfi við hátíðina, nánast frá upphafi.
Nemendur fá frábært tækifæri til að spreyta sig í raunverulegum aðstæðum og hefur þeim gengið mjög vel í þeirri vinnu. Kennurum á sviði kvikmyndagerðar er þakkað fyrir að halda utan um þessa vinnu nemenda.
Myndagallerí

Uppsetning í gangi

Að mörgu þarf að huga

Upptökur í gangi