21/03/2023 | Ritstjórn
Mín framtíð og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Viðburðurinn Mín framtíð fór fram dagana 16.-18. mars í Laugardalshöll í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þar voru 30 framhaldsskólar kynntir ásamt því að Verkiðn stóð fyrir Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Keppt var í 22 fagreinum þar sem keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni.
Keppendur frá Borgarholtsskóla tóku þátt í þremur greinum, bifreiðasmíði, bílamálun og málmssuðu. Nokkur hópur tók þátt í bifreiðasmíði og bílamálun en Tinna María Stefnisdóttir var ein Borghyltinga sem tók þátt í keppni í málmssuðu. Í bifreiðasmíði varð Sólborg Birta Steinbergsdóttir hlutskörpust en í bílamálun var það Sara Gígja Geirsdóttir. Þeim er óskað innilega til hamingju með sigurinn í sinni grein.
Á sýningunni mátti sjá fjölbreytni og grósku í íslenskum framhaldsskólum. Sýningin gekk mjög vel og var vel sótt af tilvonandi framhaldsskólanemum svo og almenningi.
Myndagallerí





