Líf í borgarholtsskóla

07/05/2024 | Ritstjórn

Leikfélagið Apollo setur upp Andlát við jarðarför

Andlát við jarðarför

Andlát við jarðarför

Apollo, leikfélag Borgarholtsskóla, undirbýr nú sýningar á leikritinu Andlát við jarðarför. Leikritið fjallar um jarðarför sem breytist í algjöran hrærigraut af fjölskylduleyndarmálum en í grautinn blandast svo ofskynjunarlyf, óþolandi gömul frænka, hrokafullur bróðir og dularfullur gestur úr fortíðinni. Sýningin er sett upp í Hlöðunni og verða þrjár sýningar föstudaginn 10. maí, laugardaginn 11. maí og sunnudaginn 12. maí. Leikstjóri er Höskuldur Þór Jónsson.

Nemendur hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa bráðskemmtilega sýningu og eru öll hvött til þess að sjá sýningu leikfélagsins. Hægt er að nálgast miða á Midix.is.