Líf í borgarholtsskóla

21/02/2023 | Ritstjórn

Heimsókn frá úkraínskri flóttakonu

Nemendur í átakasögu (SAG3B05) hjá Þórdísi Önnu Hermannsdóttur, sögukennara, fengu á dögunum flóttakonu frá Úkraínu í heimsókn. Tetiana Korolenko kom til Íslands fljótlega eftir innrás Rússa inn í landið. Í dag starfar hún sem menningarmiðlari á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar þar sem hún hjálpar öðru fólki frá Úkraínu með ýmis málefni tengd dvöl þeirra á Íslandi.

Tetiana sagði nemendum frá reynslu sinni og upplifun. Hún sagði frá lífi sínu í Kyiv fyrir stríð og undrun sinni þegar stríðið braust út. Hún talaði um að Íslendingar hefðu tekið vel á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nemendur voru áhugasamir og spurðu fjölda spurninga.

Tetiana er þakkað fyrir komuna og fyrir að veita nemendum innsýn inn í líf fólks á flótta.