Líf í borgarholtsskóla

03/10/2022 | Ritstjórn

Heilsuvika Borgarholtsskóla

Heilsuvika Borgarholtsskóla fór fram 26.-30. september. Hún tókst mjög vel og var góð þátttaka í viðburðum vikunnar.

Á mánudaginn kom Þorgrímur Þráinsson og ræddi við nemendur og á þriðjudag var Flosi Jón Ófeigsson, leiklistarkennari, með zumba. Jóhanna Karlsdóttir, sem kennir jóga við skólann, var með jógatíma í matsalnum á fimmtudaginn og á föstudag var Silja Úlfarsdóttir með fyrirlestur.  Nemendur og starfsfólk skólans öttu kappi í reipitogi í matsal skólans í hádeginu á miðvikudaginn en þar unnu nemendur viðureignina með þónokkrum yfirburðum. Í hreyfitímanum á mánudaginn var margvísleg hreyfing í boði fyrir nemendur og var mjög góð þátttaka í öllum námskeiðum.

Mikil ánægja var með heilsuvikuna og er fyrirlesurum og öðrum sem komu að heilsuvikunni þakkað kærlega fyrir þeirra framlag.