Líf í borgarholtsskóla

03/10/2025 | Ritstjórn

Heilsuvika

Göngugarpar í gönguferð

Göngugarpar í gönguferð

Dagana 29. september til 3. október var heilsuvika í Borgarholtsskóla. Í heilsuviku er áhersla lögð á heilbrigðan lífstíl. Boðið var upp á ávexti og lýsi í anddyri skólans alla morgna vikunnar.

Keppt var í mismunandi íþróttatengdum þrautum í hádegishléum vikunnar, svo sem stigahlaupi, sippi og róðri. Einnig tróð Ari Eldjárn upp í hádeginu á miðvikudaginn.

Á fimmtudaginn var svo hreyfitími vikunnar. Þá féll hefðbundin kennsla niður í einum tíma og boðið var upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir nemendur. Þau gátu til að mynda farið á skauta, í gönguferð, ræktina, keilu, handbolta, fimleika eða spinning. Nemendur skemmtu sér konunglega í hinum ýmsu greinum og mættu hress og kát í tíma eftir hádegið.

Á meðan heilsuvikunni stóð var einnig instagram leikur í gangi þar sem nemendur gátu sett inn mynd af sinni hreyfingu og unnið til veglegra verðlauna.

Heilsuvikan er mikilvægur þáttur í starfi Borgarholtsskóla sem heilsueflandi framhaldsskóla og er heilsuteymi skólans þakkað fyrir góða vinnu í vikunni.