Líf í borgarholtsskóla

12/09/2023 | Ritstjórn

Góðar gjafir frá Byko

Fulltrúi Byko og skólameistari handsala gjöfina

Fulltrúi Byko og skólameistari handsala gjöfina

Starfsmenn Byko komu færandi hendi í heimsókn í pípulagnadeild Borgarholtsskóla á dögunum. Færðu þeir skólanum að gjöf upphengjanleg salerni og allan búnað sem þarf til að setja tækin upp og tengja. Einnig gaf fyrirtækið skólanum blöndunartæki og annan tengdan búnað.

Það voru þeir Árni Kvaran og Guðjón Grétar Daníelsson sem mættu fyrir hönd Byko og veittu Ársæll skólameistari og Skarphéðinn, deildarstjóri pípulagna, gjöfinni viðtöku. Ársæll ítrekaði fyrri orð sín um mikilvægi samstarfs og samvinnu atvinnulífs og skóla og minnti á að markmið beggja aðila væri að efla sem mest og best fagmennsku og vönduð vinnubrögð í iðngreininni.

Að lokum þáðu gestir snittur og kaffisopa í Skarpaskjóli, hinni nýju og glæsilegu aðstöðu skólans til kennslu í pípulögnum.