Líf í borgarholtsskóla

13/06/2023 | Ritstjórn

Gestir í Borgarholtsskóla

Ásmundur Einar Daðason og Einar Þorsteinsson ásamt skólameisturum Borgarholtsskóla

Ásmundur Einar Daðason og Einar Þorsteinsson ásamt skólameisturum Borgarholtsskóla

Mánudaginn 12. júní komu Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi, Fanný Gunnarsdóttir formaður skólanefndar og Teitur Erlingsson aðstoðarmaður ráðherra  í heimsókn í Borgarholtsskóla.

Spjallað var um stöðu iðn- og starfsnáms og húsnæðisþörf skólans sem hefur aukist verulega eftir að kennsla var tekin upp í pípulögnum. Einnig var rætt um húsnæðisþörf listnáms en enn þarf að bæta verulega aðstöðu vegna kennslu í kvikmyndagerð og leiklist. Bygging nýs skála mun leysa þann vanda en undirbúningur og framkvæmdir hefjast væntanlega á næstu misserum. Skólameistari kynnti hugmyndir sem komnar eru fram varðandi reit 93 sem staðsettur er norðan megin við bílastæði skólans. Í hugmyndunum fellst meðal annars að komið verði á samstarfi milli skólans og heilbrigðisyfirvalda með það að markmiði að samþætta starfsemina og brúa þannig kynslóðabilið.

Að fundi loknum gengu skólameistarar með gestunum um húsnæði skólans og kynntust þeir aðstöðunni sem skólastarfinu er búin.