29/11/2022 | Ritstjórn
Dragkeppni Borgó

Hinseginfélag Borgarholtsskóla stóð fyrir dragkeppni sem haldin var á dögunum. Dragdrottningin og fyrrum nemandi Borgarholtsskóla, Lola von Heart, var dómari og stjórnaði umræðum eftir keppnina.
Nemendafélag Borgarholtsskóla bauð upp á veitingar og útvegaði verðlaun fyrir keppnina. Sigurvegari keppninnar var Smokeyquarts the first, í öðru sæti varð Álfheiður Björk og í þriðja sæti Mrs. Chris.
Keppnin var lífleg og skemmtilegt og ljóst er að nemendur Borgarholtsskóla eiga framtíðina fyrir sér í dragi.
Myndagallerí



