Líf í borgarholtsskóla

02/12/2022 | Ritstjórn

Dimmisjón

Væntanlegir útskriftarnemar gerðu sér dagamun í dag, föstudaginn 2. desember, og fögnuðu væntanlegum skólalokum hér í Borgó.

Þau mættu í skólann í  morgun og borðuðu morgunverð með starfsfólki skólans og færðu því súkkulaðiköku. Að því loknu ætluðu þau að fara í Keiluhöllina og enda svo dagskránna á að bregða á leik í ratleik í miðborg Reykjavíkur.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem útskriftarnemar dimmitera í desember en hingað til hafa nemendur sem stefna á útskrift um jól tekið þátt í dimmisjón vorið á undan.

Nemendum er þakkað fyrir samveruna og óskað góðrar skemmtunar í dag.