Líf í borgarholtsskóla

16/11/2022 | Ritstjórn

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur með dagskrá á Borgarbókasafninu í Spöng 16. nóvember.

Kór nemenda Borgarholtsskóla söng íslensk lög undir stjórn Guðbjargar Hilmarsdóttur auk þess sem Harpa Guðmundsdóttir, nemandi á fyrsta ári, las frumsamið ljóð. Ólafur Egill Egilsson spjallaði við nemendur um íslenska tungu og störf sín sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Nemendur höfðu margs að spyrja og Ólafur svaraði þeim skýrt og skilmerkilega.

Móðurmálið var greinilega lifandi á vörum gesta og Borgarbókasafninu er þakkað kærlega fyrir hlýlegar móttökur.