Líf í borgarholtsskóla

08/11/2022 | Ritstjórn

Borgó í 3. sæti í Leiktu betur

Unglist, listahátíð ungs fólks , er núna í fullum gangi og má segja að nemendur Borgarholtsskóla hafi komið víða við á þessari frábæru hátíð. Leiktu Betur, sem er spunakepnni milli framhaldsskóla, fór fram um helgina í Tjarnarbíói og voru Borghyltingar fyrirferðamiklir í þeirri keppni.

Leikfélag Appollo hefur staðið fyrir æfingum síðustu vikurnar undir stjórn Flosa Jóns Ófeigssonar, leiklistarkennara, til að undirbúa liðið fyrir keppnina. Keppnin var spennandi og tapaði Borgó naumlega með einu stigi í undanúrslitum. Borghyltingar fjölmenntu til að fylgjast með keppninni og studdu sitt fólk. Niðurstaðan var þriðja sætið að þessu sinni og óskum við nemendum til hamingju með þennan árangur.

Leiklistarnemendur skólans voru þó ekki einu fulltrúar skólans á hátíðinni en einnig sáu nemendur á kvikmyndabraut um streymið frá viðburðinum auk þess sem þeir sáu um upptökur og streymi frá ýmsum öðrum viðburðum á hátíðinni.