Líf í borgarholtsskóla

16/01/2024 | Ritstjórn

Annað grænt skref

Umhverfisnefnd skólans ásamt skólastjórnendum.

Umhverfisnefnd skólans ásamt skólastjórnendum.

Nýlega náði Borgarholtsskóli sínu öðru grænu skrefi af fimm. Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri er fyrir stofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri til að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Í desember 2023 fékk skólinn vottun á því að Grænu skrefi tvö væri náð. Flokkar grænna skrefa eru sjö en þeir eru miðlun og stjórnun, innkaup, samgöngur, rafmagn og húshitun, flokkun og minni sóun, viðburðir og fundir og eldhús og kaffistofur. Lögð er mismunandi áhersla á þessa þætti eftir því hvaða skrefi stofnunin er að vinna að.

Umhverfisnefnd skólans ásamt nemendum og starfsfólki er óskað til hamingju með græna skrefið.