Líf í borgarholtsskóla

30/01/2024 | Ritstjórn

Afreksnemendur í íshokkí

U20 landslið karla

U20 landslið karla

Nemendur á afrekssviði Borgarholtsskóla hafa gert það gott á íshokkívellinum undanfarið.

Þórir Hermannsson Aspar, Hektor Logi Hrólfsson og Viktor Jan Mojzyszek kepptu á dögunum með U20 landsliðinu í íshokkí þar sem þeir unnu brons í heimsmeistarakeppni IIHF í Serbíu. Svo var það Elísa Dís Sigfinnsdóttir sem keppti með U18 landsliði kvenna í íshokkí á HM í Búlgaríu fyrr í mánuðinum. Liðið lenti þar í öðru sæti í 2. styrkleikaflokki. 

Þessum nemendum er óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur á alþjóðavettvangi.